Grunar mig að biskup sé undir óhollum áhrifum af femínisma og kvennaguðfræði.
Kristinn Jens Sigurþórsson
Kristinn Jens Sigurþórsson

Kristinn Jens Sigurþórsson

Nýkjörinn biskups Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, var vígð til embættis við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Prédikun hins nývígða og hróðuga biskups varpaði þó skugga þar á. Sr. Guðrún hefur kennt prédikunarfræði við Háskóla Íslands og er eðlilegt að gerðar séu til hennar kröfur. Þar fyrir utan er það hlutverk biskups Íslands að hafa tilsjón með boðuninni og þarf hann því að hafa haldgóðan skilning á ritningunni og þeirri dýpt sem hún býr yfir.

Hvað segir textinn?

Biskup lagði út af frásögn í fyrsta kafla Markúsarguðspjalls sem segir frá er Jesús kemur í hús lærisveinsins Símonar og læknar tengdamóður hans af sótthita. Er hún reist á fætur og gengur hún viðstöddum fyrir beina en auk Jesú eru þar lærisveinarnir Símon, bróðir hans Andrés og bræðurnir Jakob og

...