„Endurkoman hefur gengið eins og í sögu ef ég að vera alveg hreinskilin. Ég er komin miklu lengra núna sjö mánuðum eftir að ég átti yngri strákinn samanborið við sama tíma fyrir sex árum þegar ég átti eldri strákinn minn
Endurkoma Vel hefur gengið hjá Dagnýju Brynjarsdóttur að koma sér aftur af stað eftir að hún eignaðist sitt annað barn í febrúar síðastliðnum.
Endurkoma Vel hefur gengið hjá Dagnýju Brynjarsdóttur að koma sér aftur af stað eftir að hún eignaðist sitt annað barn í febrúar síðastliðnum. — Ljósmynd/West Ham

England

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

„Endurkoman hefur gengið eins og í sögu ef ég að vera alveg hreinskilin. Ég er komin miklu lengra núna sjö mánuðum eftir að ég átti yngri strákinn samanborið við sama tíma fyrir sex árum þegar ég átti eldri strákinn minn. Þá var ég ekki komin svona langt,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og fyrirliði West Ham United á Englandi, í samtali við Morgunblaðið.

Dagný, sem er 33 ára, eignaðist sitt annað barn í febrúar með eiginmanni sínum Ómari Páli Sigurbjartssyni. Hún hefur undanfarna mánuði unnið hörðum höndum að því að koma sér aftur í sitt besta líkamlega form áður en tímabilið á Englandi hefst síðar í mánuðinum.

„Ég er búin að spila

...