„Sem faðir hef ég líka lagt áherslu á mikinn leik með mér og öðrum krökkum og líkamlega hreyfingu til að börnunum mínum líði vel í líkamanum og kunni að leika fallega til að ýta undir félagslegan þroska.“
Frosti Örn Gnarr og Erla Hlín Sigríðardóttir með börnin sín þrjú; Storm, Fálka og Hrafntinnu Jógu.
Frosti Örn Gnarr og Erla Hlín Sigríðardóttir með börnin sín þrjú; Storm, Fálka og Hrafntinnu Jógu.

Það er bara yndislegt að vera þriggja barna faðir í barnvænsta hverfi Reykjavíkur. Þetta er auðvitað á köflum svakalegt álag og ringulreið en svo segir eitthvert þeirra eitthvað fallegt og allt verður þess virði,“ segir Frosti Gnarr þegar hann er spurður hvernig sé að vera faðir þriggja barna sem eru fædd á árunum 2016, 2019 og 2022.

Frosti var alinn upp af konu, móður sinni Jógu Gnarr, og voru þau tvö í heimili þangað til hann var 12 ára. Þá fann hún ástina og giftist pabba Frosta, Jóni Gnarr, sem er forsetaframbjóðandi, rithöfundur og grínisti. Þegar Frosti er spurður að því hvort þessi lífsreynsla hafi mótað hann sem föður segir hann svo vera.

„Það hefur haft mjög mikil áhrif á það hvernig ég nálgast föðurhlutverkið að hafa alist upp með svona ótrúlega kvenfyrirmynd eins og móður mína. Ég lærði að eiga mjög ástríkt og skemmtilegt samband við móður

...