Björn Leví Gunnarsson
Björn Leví Gunnarsson

Nú er verið að ræða síðustu fjárlög ríkisstjórnarinnar á þingi og það þarf ekki að hlusta lengi til þess að heyra yfirlýsingar um ágæti ríkisstjórnarinnar og gagnrýni frá þingmönnum stjórnarandstöðu.

Þetta er í pólitíkin í hnotskurn. Ríkisstjórnin keppist við að benda á jákvæðu hliðarnar á meðan stjórnarandstaðan bendir á þá neikvæðu. Það gerist sjaldan að ríkisstjórnin viðurkenni að gagnrýni stjórnarandstöðunnar sé réttmæt eða að stjórnarandstaðan viðurkenni jákvæðu hliðarnar.

Það er samt merkilegt að ég fæ alveg viðurkenningu á gagnrýninni annars staðar en í ræðustól Alþingis. Ég sé metnaðinn hjá ráðuneytum að svara áhyggjunum í nefndarstörfunum – en á sama tíma er alltaf verið að reyna að fela virkilega vandræðalegu atriðin. Eins og þá staðreynd að hvorki forstöðumenn stofnana né ráðherrar vita hvað þarf til þess að fjármagna lögbundin verkefni

...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson