„Við ætlum að fagna þjóðlistum, sem á ensku kallast folk art. Þetta verður almenn gleði og fögnuður yfir því sem mætti kalla hæga menningu, eða slow culture, en alþýðumenning er tímalaus, gömul og ný í senn
Bjarni Þjóðlagatónlist hefur verið í forgrunni hjá honum, hann leikur m.a. á gítar, mandólín, langspil og píanó.
Bjarni Þjóðlagatónlist hefur verið í forgrunni hjá honum, hann leikur m.a. á gítar, mandólín, langspil og píanó. — Ljósmynd/Sunna Ben.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Við ætlum að fagna þjóðlistum, sem á ensku kallast folk art. Þetta verður almenn gleði og fögnuður yfir því sem mætti kalla hæga menningu, eða slow culture, en alþýðumenning er tímalaus, gömul og ný í senn. Hin íslenska alþýðumenning var samtengd baðstofumenningu sem er löngu horfin, en við þekkjum hana þó, tónlistina, siðina, hefðir, klæðaburð, mat og fleira. Hátíðin núna er liður í því að halda alþýðumenningu á lofti og gefa henni nýtt heimili í nútímanum, því ekkert lifnar við án þess að það breytist. Við þurfum að koma með nýjar hugmyndir, semja nýja tónlist og texta, bara alls konar,“ segir Bjarni Karlsson tónlistarmaður og varaformaður Vökufélagsins sem stendur fyrir Þjóðlistahátíð í Reykjavík nú um helgina.

...