„Ég hafði séð fyrir mér að allt yrði í lagi með lítið barn og að ég myndi bara sækja vatn í brunninn en þegar við vissum það að tvö kríli voru á leiðinni þá var ég ekki alveg jafn spennt fyrir hugmyndinni.“
Birta og Othman eignuðust tvenna tvíbura með tveggja ára millibili. Eldri systurnar heita Iman Nora og Maryam Maía og eru átta ára en þær yngri heita Salma Líf og Sara Amana og eru sex ára. Birta sér um að kenna þeim heima og leggur áherslu á þarfir hvers barns.
Birta og Othman eignuðust tvenna tvíbura með tveggja ára millibili. Eldri systurnar heita Iman Nora og Maryam Maía og eru átta ára en þær yngri heita Salma Líf og Sara Amana og eru sex ára. Birta sér um að kenna þeim heima og leggur áherslu á þarfir hvers barns. — Ljósmyndir/Birta Noor Árdal Bergsteinsdóttir

Birta Noor Árdal Bergsteinsdóttir á fjórar stelpur, tvenna tvíbura, með eiginmanni sínum Othman Karoune. Þau eru búsett í Essaouira í Marokkó og reka tvo veitingastaði, bakarí og lampabúð. Birta hefur smátt og smátt dregið sig úr atvinnurekstrinum og beinir sjónum sínum að heimakennslu og samfélagslegum verkefnum. Birta segir að lífið hafi breyst að öllu leyti eftir að börnin komu í heiminn.

Kynntist eiginmanni á bakpokaferðalagi

Birta og Othman voru vinir í tvö ár áður en þau ákváðu að byrja saman. „Ég kynntist fyrst Othman þegar ég var á bakpokaferðalagi með svissneska kærastanum mínum. Við enduðum á hosteli sem Othman hafði opnað tveimur vikum fyrr og það má segja að stemningin hafi verið á við hippakommúnu af bestu gerð. Þar hófst mikill vinskapur en það var þó ekki fyrr en tveimur árum seinna sem við Othman ákváðum að við vildum vera meira en góðir vinir en þá var

...