Fjölskyldan er afar hamingjusöm.
Fjölskyldan er afar hamingjusöm. — Ljósmynd/Úr einkasafni

Eins mikið og mig langar að hlúa að sjálfri mér eftir langan dag og sjá Júlíu Rós bara sofna á fimm mínútum þá finnst mér kvöldstundin okkar svo dýrmæt, þegar allt er komið í ró og hausinn leggst á koddann. En um leið og það gerist vill dóttir mín segja mér frá öllu milli himins og jarðar, sem ég elska. Ég fæ ekki nóg af koddaspjallinu okkar. Í amstri dagsins gefst oft ekki tími til að tala um allt og ekkert og er því mikilvægt að fá að losa aðeins. Mér finnst þetta mikilvægur partur af deginum þar sem við liggjum saman uppi í rúminu hennar og hún segir okkur frá öllu sem gerðist á leikskólanum og deilir ótrúlegustu pælingum. Svo kúrum við saman þar til hún sofnar.“

Börnin okkar eru bara lítil í stuttan tíma

„Börn eru háð öðrum, þá sérstaklega foreldrum sínum, en með árunum minnkar það að börn séu háð öðrum og því finnst mér mikilvægt að vera til staðar og sýna dóttur

...