Fjölmörg félög háskólafólks innan BHM eiga enn eftir að ná kjarasamningum við opinbera launagreiðendur. Viðræður eru í gangi og hefur færst aukinn kraftur í þær en staðan í einstökum viðræðum er sögð vera viðkvæm.

Eftir seinasta samningafund stóðu fulltrúar Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) í þeirri trú að samninganefnd ríkisins (SNR) myndi vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. SNR hefur þó ekki látið verða af því en í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins í gær segir að nefndin hafi „vissulega íhugað að

...