Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson

Sá fjárglöggi Óðinn í Viðskiptablaðinu er ekkert mjög impóneraður yfir fjárlagafrumvarpinu: „16. apríl kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson [fjármálaráðherra] fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2025- 2029. Þar var gert ráð fyrir 25 milljarða halla af rekstri ríkissjóðs árið 2025.

Í gær kynnti sami Sigurður Ingi fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. Þar er gert ráð fyrir 41 milljarðs króna halla. Kosningar verða haldnar í síðasta lagi á næsta ári.“ Óðinn fullyrðir því að fjárlögin verði afgreidd með ekki minna en 50 milljarða halla, tvöfalt hærri en ráðherra gerði ráð fyrir í vor.

Óðinn rekur líka að fjármálaráðherra tali í öðru orðinu um aðhald, en segi því næst að niðurskurður sé óskynsamlegur á tímum aðlögunar, hvað sem það nú þýðir. Aðhaldið sé aðeins í heilabúi ráðherrans, sem hafi vel getað ímyndað sér margvísleg útgjöld, sem

...