Heldur virkilega einhver að þingmaður, hver sem væri, selji stuðning sinn við lagabreytingu fyrir rúma eina milljón króna?
Steinþór Skúlason
Steinþór Skúlason

Steinþór Skúlason

Íslenskur kjötmarkaður hefur tekið miklum breytingum á fáum árum. Með tollasamningum íslenska ríkisins hefur aðgangur erlendra aðila verið auðveldaður og er svo komið að um 30% af heildarmarkaði í nauti og svíni eru innflutt kjöt.

Þessir erlendu aðilar eru risafyrirtæki sem geta unnið með allt annarri hagkvæmni og lægri kostnaði en innlendir aðilar. Það er stundum talað um KS og SS sem risa á innlendum kjötmarkaði en fyrirtækin eru í raun dvergar ef hlutirnir eru settir í stærra samhengi. Samanlögð velta allra innlendra kjötafurðastöðva er um 5% af veltu eins þeirra stóru aðila sem selja kjöt til Íslands svo dæmi sé tekið.

Til margra ára hefur verið bent á þetta og óskað eftir breytingu á búvörulögum svo afurðafyrirtæki í kjöti ættu möguleika á sömu hagræðingu og hefur skilað

...