Með nýrri tækni er hægt að draga úr áhættu og tryggja betri umhverfisstjórnun í fiskeldi.
Fiskeldi er sífellt vaxandi atvinnugrein á heimsvísu og með nýrri tækni er mögulegt að draga úr áhættu og tryggja mun betri umhverfisstjórnun í fiskeldi.
Fiskeldi er sífellt vaxandi atvinnugrein á heimsvísu og með nýrri tækni er mögulegt að draga úr áhættu og tryggja mun betri umhverfisstjórnun í fiskeldi.

Arna Sigrún Haraldsdóttir

arnasigrun@gmail.com

Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein á heimsvísu sem er knúin áfram af aukinni eftirspurn eftir sjávarfangi og skertum aðgangi að villtum fiskistofnum. Með því að nýta sjálfbæra ræktun og nýjustu tæknilausnir hefur greinin möguleika á að mæta þessari auknu eftirspurn, en það kallar á stafræna umbreytingu sem getur stuðlað að aukinni skilvirkni, betri gæðum og minni umhverfisáhrifum. Ískraft, í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Rockwell Automation, er í fararbroddi við að innleiða sjálfvirknilausnir og stafræn kerfi fyrir fiskeldisfyrirtæki sem nýtast til að mæta þessum nýju áskorunum.

Samstarf Ískrafts og Rockwell hefur staðið yfir í áratugi og hefur fært íslenskum fyrirtækjum tækni sem auðveldar og bætir vinnsluferla í fiskeldi, álverum og veitukerfum.

...