Á ráðstefnu í tengslum við slensku sjávarútvegssýninguna mun Stefán flytja erindi um fullnýtingu sjávarafurða, með sérstakri áherslu á rauðátu, sem hefur í gegnum árin reynst áhugavert hráefni til ýmissa nota.
Dr. Stefán Þór Eysteinsson hefur unnið að því að kanna möguleika á nýtingu rauðátu sem aukaafurðar við uppsjávarveiðar.
Dr. Stefán Þór Eysteinsson hefur unnið að því að kanna möguleika á nýtingu rauðátu sem aukaafurðar við uppsjávarveiðar.

Arna Sigrún Haraldsdóttir

arnasigrun@gmail.com

Dr. Stefán Þór Eysteinsson, fagstjóri hjá Matís, hefur verið í fararbroddi rannsókna á sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda, þar á meðal rauðátu, undanfarin ár. Stefán, sem er með doktorsgráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands leggur sérstaka áherslu á sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og dýrasvifs og hefur stundað rannsóknir á þessu sviði síðustu ár. Hann býr í Neskaupstað, hjarta uppsjávarvinnslu á Íslandi, þar sem hann vinnur að nýsköpun og rannsóknum sem miðast að því að bæta nýtingu sjávarfangs á sjálfbæran hátt.

Stefán Þór og rannsóknateymi hans hafa unnið að því að kanna möguleika á nýtingu rauðátu sem aukaafurðar við uppsjávarveiðar. Í stað þess að henda rauðátunni eða framleiða úr henni mjöl og lýsi hefur verið lagt til að nýta megi hana til manneldis. Rauðátan

...