Íslenskan Frá vígslu Eddu árið 2023.
Íslenskan Frá vígslu Eddu árið 2023. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sigurðar Nordals fyrirlestur er haldinn 14. september ár hvert. Fyrirlesari að þessu sinni er Veturliði Óskarsson, prófessor í norrænum fræðum við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, og nefnist erindi hans: „Tökuorð og erlend áhrif fyrr og nú“.

„Oft er því haldið á lofti hversu „hrein“ íslensk tunga sé, lítt mörkuð af öðrum tungumálum og erlend orð fá miðað við það sem gerist í helstu nágrannamálum. Í þessum fyrirlestri verður skyggnst um í sögu tungumálsins fyrr og síðar og hugað að ástæðum fyrir þessum „hreinleika“ og hvað málstefna undanfarinna 150 ára hefur lagt þar á vogarskálarnar. Í framhaldinu verður litið á stöðu íslensks máls í dag, með sögu þess í baksýnisspeglinum, og framtíðarhorfur ræddar,“ segir í viðburðarkynningu.

Fyrirlesturinn verður fluttur í Eddu – húsi íslenskunnar við Arngrímsgötu

...