Sjótækni á Tálknafirði hefur rúmlega 40 starfsmenn í að sinna uppsetningu, eftirliti, viðhaldi og þjónustu á ýmiss konar mannvirkjum í sjó og vatni, fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög ásamt því að reka öfluga köfunarþjónustu og þjónusta fiskeldi
Kjartan J. Hauksson framkvæmdastjóri Sjótækni segir að fyrirtækið sé í senn köfunarþjónusta, útgerð og sjóverktaki.
Kjartan J. Hauksson framkvæmdastjóri Sjótækni segir að fyrirtækið sé í senn köfunarþjónusta, útgerð og sjóverktaki.

Arinbjörn Rögnvaldsson

arir@mbl.is

Sjótækni á Tálknafirði hefur rúmlega 40 starfsmenn í að sinna uppsetningu, eftirliti, viðhaldi og þjónustu á ýmiss konar mannvirkjum í sjó og vatni, fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög ásamt því að reka öfluga köfunarþjónustu og þjónusta fiskeldi. Fyrirtækið mun kynna starfsemi sína á sjávarútvegssýningunni IceFish 2024 sem haldin verður í Smáranum og Fífunni 18.-20. september næstkomandi.

Í samtali við Morgunblaðið segir Kjartan J. Hauksson, framkvæmdastjóri og annar eigenda Sjótækni, að fyrirtækið sé í senn köfunarþjónusta, útgerð og sjóverktaki og hafi starfsstöðvar á Ísafirði, Tálknafirði og í Reykjavík.

Starfað lengi við sjávarútveginn

Spurður nánar um starfsemina segir Kjartan

...