Gæta verður hagsmuna fyrirtækja sem hér eru langflest minni en gengur og gerist í nálægum ríkjum Evrópu.
Eyjólfur Árni Rafnsson
Eyjólfur Árni Rafnsson

Eyjólfur Árni Rafnsson

Innri markaði Evrópu var komið á á níunda áratug síðustu aldar og felur í sér hið svokallaða fjórfrelsi. Í því felst að fólk, vörur, þjónusta og fjármagn geti farið hindrunarlaust um öll ríki Evrópusambandsins. Íslendingar gerðust aðilar að innri markaðnum með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið sem tók gildi fyrir um 30 árum, hinn 1. janúar 1994.

Miklar breytingar hafa orðið síðan innri markaðnum var komið á fót, bæði á efnahagsstarfsseminni, með fjölgun aðildarríkja ESB og ekki síst á samkeppnisstöðu Evrópu þegar horft er til annarra svæða eins og Bandaríkjanna og Kína.

Því ákvað leiðtogaráð ESB að gera úttekt á innri markaðnum, þróun hans og framtíð. Til verksins var fenginn fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Enrico Letta, og skilaði hann skýrslu sinni í apríl

...