Hefðbundnir toghlerar eru þannig gerðir að þeir eru dregnir á stóru horni og eru þá óstöðugir. Ekkó-toghlerar eru dregnir á minna horni, með minni mótstöðu og spara olíu. Aðrar gerðir eru dregnir eftir botninum og slíta þá slitskónum hratt. Þessa skó þarf að skipta um eða snúa við.
Bátur með Ekkó-toghlera er tilbúinn í slaginn en Ekkó-toghlerarnir eru smiðaðir úr 100% endurvinnanlegu stáli og þar er lögð rík áherslu á sjálfbærni í hönnun.
Bátur með Ekkó-toghlera er tilbúinn í slaginn en Ekkó-toghlerarnir eru smiðaðir úr 100% endurvinnanlegu stáli og þar er lögð rík áherslu á sjálfbærni í hönnun.

Arna Sigrún Haraldsdóttir

arnasigrun@gmail.com

Nýverið hlaut nýsköpunarfyrirtækið Ekkó styrk frá Orkusjóði en sjóðurinn styrkir verkefni sem minnka notkun jarðefnaeldsneytis. Blaðamanni sem ekki hefur farið á sjó lengra en frá gömlu Reykjavíkurhöfn og út í Viðey og hafði aldrei áður heyrt á toghlera minnst þótti forvitnilegt að heyra um lausn sem sparað getur olíu og dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Styrkurinn frá Orkusjóði verður nýttur í að veita togurum afslátt af Ekkó-toghlerum og flýtir þannig fyrir því að koma lausninni á markað og spara olíunotkun. Smári Jósafatsson er framkvæmdastjóri Ekkó.

„Ég ólst upp við að smíða toghlera hjá föður mínum Jósafat Hinrikssyni sem stofnaði J. Hinriksson vélav. hf. Jósafat hannaði og smíðaði Poly-Ice-toghlerana og seldi út um allan heim. Ég hóf að taka þátt í

...