Indverja má kalla stórveldi skákarinnar í dag, sem sést kannski best á því að á síðasta áskorendamóti áttu þeir þrjá af átta keppendum og einn þeirra, Dommaraju Gukesh, vann mótið og teflir um heimsmeistaratitilinn við Ding Liren í nóvember

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Indverja má kalla stórveldi skákarinnar í dag, sem sést kannski best á því að á síðasta áskorendamóti áttu þeir þrjá af átta keppendum og einn þeirra, Dommaraju Gukesh, vann mótið og teflir um heimsmeistaratitilinn við Ding Liren í nóvember. Á Ólympíumótinu í Búdapest eru þeir að vísu í 2. sæti á styrkleikalistanum í Opna flokknum rétt á eftir sveit Bandaríkjanna, sem hafa innan sinna vébanda nokkra „málaliða skákarinnar“. Þarna er Kúbumaður, Armeni, Filippseyingur og Caruana sem var skráður Ítali um tíma. Reglur FIDE um þessi mál eru ekki nándar nærri eins sanngjarnar eins og þær sem t.d. alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur mótað.

Við fögnuðum því er við

...