Stórfjölskyldan Jóhann, Svana, afkomendur og tengdabörn árið 2016.
Stórfjölskyldan Jóhann, Svana, afkomendur og tengdabörn árið 2016.

Jóhann Pétur Malmquist fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 15. september 1949 og verður því 75 ára á morgun. „Við fjölskyldan bjuggum lengst af í Mávahlíðinni. Fyrstu sumrin var ég í sveit á Brekkum í Mýrdal, hjá yndislegu fólki sem tengdist afa mínum. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég fór að vinna ýmis störf á bænum eins og að reka kýrnar, moka flórinn, raka og snúa heyi. Þarna átti ég smá bú fyrir ofan bæ, þar sem við börnin lékum okkur. Á bænum var hvorki rafmagn né heitt vatn. Sumrin þegar ég var 9 og 10 ára vann ég í gróðurhúsum í Reykholti í Biskupstungum, aðallega við tómata- og agúrkuræktun. En þegar ég var 11 ára byrjaði ég að vinna sem sendill hjá Grænmetisverslun landbúnaðarins; þá hjólaði ég um allan bæ, oft með mikla fjármuni í sendlatöskunni.“

Jóhann gekk í Ísaksskóla, Æfingadeild kennaraskólans og Gagnfræðaskóla Austurbæjar. „Eftir landspróf hóf ég nám

...