Þá er komið að vísnagátunni sem hefð er fyrir á laugardögum. Páll Jónasson í Hlíð fléttaði gátuna í þessa vísu: Þrjótur mig í þátíð sló, þetta fjall rís brátt úr sjó, undir bílinn settur sá, sérnafn líka manni á

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Þá er komið að vísnagátunni sem hefð er fyrir á laugardögum. Páll Jónasson í Hlíð fléttaði gátuna í þessa vísu:

Þrjótur mig í þátíð sló,

þetta fjall rís brátt úr sjó,

undir bílinn settur sá,

sérnafn líka manni á.

Erla Sigríður Sigurðardóttir hittir naglann á höfuðið:

Barði, lamdi, beit og sló,

barð úr sænum stendur.

Barð á hjóli bryður snjó,

Barði er maður kenndur.

Lausnin þvælist ekki fyrir Úlfari Guðmundssyni:

Þrjóturinn barði mætan mann.

...