Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að matvælaráðuneytið lýsi rökstuddri afstöðu sinni til þess hvernig meðferð þess á umsókn Hvals hf. um leyfi til veiða á langreyðum sem send var ráðuneytinu 30
Hvalveiðar Enn á ný er ráðherra krafinn svara um stjórnsýslu sína.
Hvalveiðar Enn á ný er ráðherra krafinn svara um stjórnsýslu sína. — Morgunblaðið/Eggert

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að matvælaráðuneytið lýsi rökstuddri afstöðu sinni til þess hvernig meðferð þess á umsókn Hvals hf. um leyfi til veiða á langreyðum sem send var ráðuneytinu 30. janúar sl. samrýmist grundvallarreglu stjórnsýsluréttar um málshraða og þá m.a. með hliðsjón af þeim hagsmunum sem fyrirtækið hafði af skjótri úrlausn málsins til þess að geta skipulagt atvinnurekstur sinn fyrir sumarið 2024. Vísar umboðsmaður þar til þeirrar grundvallarreglu stjórnsýsluréttar að ákvarðanir stjórnvalda skuli teknar svo fljótt sem unnt er.

Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns til Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sem Morgunblaðið hefur undir höndum, en Hvalur sendi umboðsmanni kvörtun yfir málsmeðferð ráðherrans síðari hluta ágústmánaðar sl.

...