Harpa Kammersveit Reykjavíkur Afmælistónleikar ★★★★· Tónlist: Johann Sebastian Bach, Páll Pamplicher Pálsson, Bohuslav Martinu, Arcangelo Corelli og Francesco Geminiani. Kammersveit Reykjavíkur. Konsertmeistari: Una Sveinbjarnardóttir. Stjórnandi (í verki Páls Pamplichers Pálssonar): Kjartan Óskarsson. Fimmtíu ára afmælistónleikar í Norðurljósum Hörpu sunnudaginn 8. september 2024.
Stjórnin Una Sveinbjarnardóttir, Rúnar Óskarsson, Matthías Nardeau, Áshildur Haraldsdóttir, Richard Korn og Hrafnkell Orri Egilsson.
Stjórnin Una Sveinbjarnardóttir, Rúnar Óskarsson, Matthías Nardeau, Áshildur Haraldsdóttir, Richard Korn og Hrafnkell Orri Egilsson.

Tónlist

Magnús Lyngdal Magnússon

Hinn 4. ágúst árið 1974 hélt nýstofnuð Kammersveit Reykjavíkur sína fyrstu tónleika. Þar voru samankomir hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og kennarar við Tónlistarskólann í Reykjavík. Markmiðið var einkum að leika annars vegar barokktónlist og hins vegar samtímatónlist, það er að segja tónlist 20. aldar, bæði íslenska og erlenda. Sveitin hefur haldið svo að segja árlega tónleika allar götur síðan og meðal annars unnið með stjórnendum á borð við Vladimír Ashkenazy og Paul Zukofsky. Sunnudaginn 8. september fagnaði Kammersveitin 50 ára afmæli sínu með því að flytja verk eftir sömu tónskáld og leikin voru á upphafstónleikunum.

Fremst á efnisskránni var tríósónata úr Tónafórninni

...