Þegar við settumst hér að var ekki augljóst hvernig við ættum að skapa okkur tekjur.
Stefanía Hjördís Leifsdóttir, bóndi á Brúnastöðum í Fljótunum.
Stefanía Hjördís Leifsdóttir, bóndi á Brúnastöðum í Fljótunum. — Morgunblaðið/Brynjólfur Löve

Já, þið völduð aldeilis daginn,“ sagði Stefanía Hjördís Leifsdóttir, bóndi á Brúnastöðum í Fljótunum, glettin í símann þegar blaðamenn Morgunblaðsins boðuðu komu sína daginn eftir. Búið var að gefa út appelsínugula viðvörun og Stefanía Hjördís (sem notar alla jafna seinna nafnið) veit af eigin raun hvaða þýðingu það hefur á svæðinu. Moggamenn lögðu þó land undir fót, þó með þeim fyrirvara að Hjördís og fjölskylda hennar gætu verið upptekin við að koma fé í hús. Veðurspáin rættist þó ekki, líklega sem betur fer, og þegar blaðamenn bar að garði síðdegis tók kökuilmur á móti þeim enda hafði Hjördís lokið við að baka hjónabandssælu.

Samtalið við Hjördísi, sem er hluti af Hringferð Morgunblaðsins sem farin er í tilefni af 110 ára afmæli blaðsins, hefst þó á umræðu um veðrið – eða öllu heldur hvaða áhrif veðurfarið getur haft á búskapinn og aðstæður á svæðinu. Bændur

...