Nám í sjávarútvegsfræði er krefjandi nám sem gerir nemendur færa um að vinna að ýmsum verkefnum tengdum fjölbreyttum störfum í sjávarútvegi.
Í náminu í sjávarútvegsfræði er meðal annars notaður neðansjávardróni. Sjávarútvegsfræði er þverfaglegt nám og áfangar eru tengdir viðskiptafræði, raunvísindum og sjávarútvegsfræði en nemendur í sjávarútvegsfræði taka áfanga sem snerta alla virðiskeðjuna í iðnaði sem vex mjög hratt og því gott að hafa mikla þekkingu í.
Í náminu í sjávarútvegsfræði er meðal annars notaður neðansjávardróni. Sjávarútvegsfræði er þverfaglegt nám og áfangar eru tengdir viðskiptafræði, raunvísindum og sjávarútvegsfræði en nemendur í sjávarútvegsfræði taka áfanga sem snerta alla virðiskeðjuna í iðnaði sem vex mjög hratt og því gott að hafa mikla þekkingu í.

Arna Sigrún Haraldsdóttir

arnasigrun@gmail.com

Nám í sjávarútvegsfræði sem kennt er við Háskólann á Akureyri er fjölbreytt og krefjandi og í því er tekist á við umfangsmikil verkefni á sviði sjávarútvegs. Það sameinar bæði hagnýtar vísindagreinar og viðskiptatengda færni, en slík blanda undirbýr nemendur fyrir fjölbreyttar áskoranir nútímans í sjávarútvegi. Magnús Víðisson er aðjunkt við skólann.

„Sjávarútvegsfræði er þverfaglegt nám. Námið skiptist í rauninni upp í þrennt. Áfangar eru tengdir viðskiptafræði, raunvísindum og sjávarútvegsfræðum. Til viðbótar við þriggja ára BSc-nám í sjávarútvegsfræði bjóðum við einnig upp á tvöfalda línu þar sem fólk er í fjögur ár og útskrifast með tvær BSc-gráður, í sjávarútvegsfræði og viðskiptafræði. Nútímasjávarútvegur er miklu meira en einungis veiðar og vinnsla. Nemendur

...