Við berum öll ábyrgð á því að standa vörð um mannvænlegt, skilningsríkt og lýðræðislega sterkt samfélag á Íslandi.
„En sú breyting er orðin á samfélaginu, að fólk eyðir meirihluta vökutíma í beinni tengingu við einhvers konar mötun á efni sem ætlað er að halda fólki í sífelldri spennu og er skaðlegt,“ skrifar höfundur.
„En sú breyting er orðin á samfélaginu, að fólk eyðir meirihluta vökutíma í beinni tengingu við einhvers konar mötun á efni sem ætlað er að halda fólki í sífelldri spennu og er skaðlegt,“ skrifar höfundur. — AFP/Mauro Pimentel

Úr ólíkum áttum

Úr ólíkum áttum

Þórdís Kolbrún R.

Gylfadóttir

thordiskolbrun@althingi.is

Lýðræðisleg þjóðfélög einkennast gjarnan af átökum á yfirborðinu en undirliggjandi sátt um samfélagsgrundvöllinn. Í samfélögum niðurbælingar og kúgunar er hins vegar oftast allt slétt og fellt á yfirborðinu en kraumandi óhamingja og ósætti í þeim hornum þar sem kastljósið nær ekki að skína.

Umræðan og stjórnmálin í þeim samfélögum, eins og okkar, sem tekist hefur að standa vörð um frelsi einstaklingsins og mannréttindi, getur verið harðskeytt. Það er hins vegar sameiginleg ábyrgð þeirra sem taka þátt í þeirri umræðu að haga framgöngu sinni með þeim hætti að hvaða sjónarmið og úrlausnir sem verða ofan

...