Leiklestrarfélagið efnir til flutnings á síðasta leikriti Ibsens, Þegar við dauð vöknum, á Litla sviði Borgarleikhússins á morgun, sunnudag, kl. 15. „Mikið hefur verið um þetta leikrit skrifað, enda uppgjör skáldsins við lífið, listina og…
Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson

Leiklestrarfélagið efnir til flutnings á síðasta leikriti Ibsens, Þegar við dauð vöknum, á Litla sviði Borgarleikhússins á morgun, sunnudag, kl. 15.

„Mikið hefur verið um þetta leikrit skrifað, enda uppgjör skáldsins við lífið, listina og sjálfan sig og ólíkar túlkanir á lofti. En það hefur aldrei verið flutt hér á sviði. Þorsteinn Gunnarsson fer með hlutverk Rubeks myndhöggvara (eða að margra dómi Ibsens sjálfs) og aðrir leikarar eru Unnur Ösp Stefánsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdótir, Björns Thors, Sigmundur Örn Arngrímsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Eiríkur Ólafsson Stephensen hefur samið nýja tónlist fyrir leikinn, en leikstjóri og þýðandi er Sveinn Einarsson,“ segir í viðburðarkynningu frá Leiklestrarfélaginu.