1945 „...lögreglan varð að lokum að grípa til aðgerða, sem aldrei hefir verið beitt hjer fyrr...“ Leiðari Morgunblaðsins 10. maí 1945
Friður og ófriður Á baksíðu Morgunblaðsins 10. maí 1945 mátti bæði sjá ljósmynd af mannfjöldanum sem kom saman við þinghúsið 8. maí og svo lýsingu á seinni degi „friðaróeirðanna“ sem skóku Reykjavík í stríðslokin.
Friður og ófriður Á baksíðu Morgunblaðsins 10. maí 1945 mátti bæði sjá ljósmynd af mannfjöldanum sem kom saman við þinghúsið 8. maí og svo lýsingu á seinni degi „friðaróeirðanna“ sem skóku Reykjavík í stríðslokin.

Sviðsljós

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Friðardagurinn í Evrópu, 8. maí 1945, varð tilefni mikilla hátíðarhalda hér á landi líkt og í flestum öðrum ríkjum álfunnar. Gleðin hér reyndist hins vegar skammvinnari en vænta mátti, þar sem þegar líða tók á kvöldið lét gleðin undan, en almenn ölvun og óspektir tóku við. Urðu af því „mestu ólæti og ryskingar, sem hafa þekkst hjer í Reykjavík“, eins og því er lýst í Morgunblaðinu hinn 10. maí 1945. Varð lögreglan að beita táragasi bæði að kvöldi 8. og 9. maí vegna „friðarhátíðarinnar“ sem snerist upp í andhverfu sína.

Fátt benti til þess að morgni friðardagsins hvað kvöldið myndi hafa í för með sér, en samkvæmt greinargóðri lýsingu Morgunblaðsins voru fánar dregnir að húni við flest hús bæjarins í

...