31 árs Fabian Hürzler byrjar vel með enska liðið Brighton.
31 árs Fabian Hürzler byrjar vel með enska liðið Brighton. — AFP/Glyn Kirk

Þjóðverjinn Fabian Hürzeler hjá Brighton var í gær útnefndur knattspyrnustjóri ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Hann er yngsti stjórinn í sögu deildarinnar og hefur farið vel af stað en Brighton er með sjö stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

Norski framherjinn Erling Haaland hjá Manchester City var útnefndur besti leikmaðurinn í ágúst en hann skoraði sjö mörk í fyrstu þremur leikjum City.