Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, hef­ur und­ir­ritað stjórn­un­ar- og verndaráætl­un fyr­ir rjúpu. Þetta er í fyrsta skipti sem slík áætl­un er gef­in út fyr­ir dýra­stofn á Íslandi og seg­ir ráðherr­ann að með…
Undirritun F.v. Stefán Guðmundsson, Eydís Líndal Finnbogadóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigrún Ágústsdóttir við undirritunina.
Undirritun F.v. Stefán Guðmundsson, Eydís Líndal Finnbogadóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigrún Ágústsdóttir við undirritunina. — Ljósmynd/Stjórnarráðið

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, hef­ur und­ir­ritað stjórn­un­ar- og verndaráætl­un fyr­ir rjúpu. Þetta er í fyrsta skipti sem slík áætl­un er gef­in út fyr­ir dýra­stofn á Íslandi og seg­ir ráðherr­ann að með und­ir­rit­un­inni sé brotið blað í veiðistjórn­un fyr­ir rjúpu.

Í til­kynn­ingu frá um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneyt­inu seg­ir að áætl­un­in feli í sér nýtt kerfi veiðistjórn­un­ar þar sem land­inu er skipt í sex hluta og veiðistjórn­un­in er svæðis­bund­in. Einnig hafi verið þróuð ný stofn­líkön sem muni reikna út ákjós­an­lega lengd veiðitíma­bils á hverju svæði. Þá sé áætl­un­in mik­il­væg­ur liður í að stuðla að því að veiðar verði sjálf­bær­ar og að rjúpna­stofn­inn haldi sínu hlut­verki sem lyk­il­teg­und í sínu vist­kerfi.