Þögnin getur verið merkileg heimild. Vorið 2009 gerði Sigríður Benediktsdóttir í Rannsóknarnefnd Alþingis á bankahruninu sig vanhæfa með gáleysislegum ummælum í bandarísku stúdentablaði. Aðrir nefndarmenn báðu hana að víkja, en hún neitaði. Þeir gáfust upp og breyttu niðurstöðu sinni með fráleitum rökum. Róbert Spanó þagði.

Nokkru eftir að naumur meiri hluti Alþingis ákvað haustið 2010 að höfða mál gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi, settist Eiríkur Tómasson í dóminn. Hann hafði ekki aðeins verið stjórnmálaandstæðingur Geirs, heldur líka haldið því fram opinberlega, að neyðarlögin 2008, sem Geir bar fram, væru hreinn stuldur frá reikningseigendum í peningamálasjóðum, en þar geymdi hann fé samtaka, sem hann stjórnaði. Spanó þagði.

Eiríkur hafði einnig skrifað grein á visir.is þar sem hann kenndi ríkisstjórn Geirs H.

...