Tám dýft í það sem þjónar tónlistinni best hverju sinni, hvaðan sem það kemur.
Afdráttarlaus Orchestral Works inniheldur þrjú verka Báru Gísladóttur.
Afdráttarlaus Orchestral Works inniheldur þrjú verka Báru Gísladóttur. — Ljósmynd/Anna Maggý

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Ég ný saman höndum í hvert sinn er ég frétti af nýrri útgáfu frá Báru Gísladóttur sem er með okkar alla fremstu listakonum í dag. Ég hef dásamað hana réttilega í fjölda pistla og ég hvet ykkur til að kíkja inn á arnareggert.is og kynna ykkur málin.

Ég ætla ekki að eyða miklu púðri í almenna kynningu, Bára er tónskáld og kontrabassaleikari sem hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir tónsmíðar sínar sem þenja bæði mörk og mæri en eru fyrst og síðast svo framúrskarandi að mann setur venjulega hljóðan þegar á er hlýtt. „Hvernig fer nokkur manneskja að þessu?“ hugsa ég einatt og dæsi.

Í maí síðastliðnum kom platan Orchestral Works út

...