Ríkisútvarpið hefur staðfest þátttöku í Eurovision sem haldin verður í Basel í Sviss í maí á næsta ári. Þetta kom fram í tilkynningu frá RÚV í gær en þar segir að ákvörðun um þátttöku byggist fyrst og fremst á því að um sé að ræða viðburð sem hafi…
Söngvakeppnin Hera Björk var fulltrúi Íslands í Eurovision í vor.
Söngvakeppnin Hera Björk var fulltrúi Íslands í Eurovision í vor. — Morgunblaðið/Eggert

Ríkisútvarpið hefur staðfest þátttöku í Eurovision sem haldin verður í Basel í Sviss í maí á næsta ári. Þetta kom fram í tilkynningu frá RÚV í gær en þar segir að ákvörðun um þátttöku byggist fyrst og fremst á því að um sé að ræða viðburð sem hafi mikið gildi í íslensku samfélagi, sé uppspretta gleði og ánægju hjá stórum hluta þjóðarinnar og vettvangur dýrmætra samverustunda fjölskyldna um land allt.

Segir enn fremur að áhorf á úrslitakvöld Eurovision hafi mælst 60% í ár þótt Ísland væri fallið úr keppni. Einungis stærstu íþróttaviðburðir og Áramótaskaupið komist nálægt þessu áhorfi. Enn hefur ekki verið ákveðið með hvaða hætti framlag Íslands í keppninni verður valið. Síðustu ár hefur sigurvegari Söngvakeppninnar haldið utan fyrir Íslands hönd í Eurovision, en ákvörðun um fyrirkomulagið núna verður tekin á næstu vikum.