Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði í gærkvöldi með forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer, í Hvíta húsinu til þess að ræða hvort rétt sé að veita Úkraínumönnum leyfi til þess að beita langdrægum vestrænum eldflaugum innan landamæra Rússlands, en…
Washington Biden og Starmer ræddu eldflaugamál Úkraínu ítarlega á fundi sínum í Hvíta húsinu í gærkvöldi.
Washington Biden og Starmer ræddu eldflaugamál Úkraínu ítarlega á fundi sínum í Hvíta húsinu í gærkvöldi. — AFP/Saul Loeb

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði í gærkvöldi með forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer, í Hvíta húsinu til þess að ræða hvort rétt sé að veita Úkraínumönnum leyfi til þess að beita langdrægum vestrænum eldflaugum innan landamæra Rússlands, en Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótaði því í fyrradag að slíkt leyfi yrði ígildi stríðsyfirlýsingar Atlantshafsbandalagsins á hendur Rússum.

Karine Jean-Pierre, talsmaður Hvíta hússins, fordæmdi yfirlýsingu Pútíns í gær og sagði hótanir sem þessar vera „ótrúlega hættulegar“. Biden sjálfur gerði hins vegar lítið úr vægi yfirlýsingar Pútíns og sagðist sjaldan hugsa um Vladimír Pútín yfirleitt þegar hann var spurður hvað honum þætti um hótanir hans. Starmer sagði að Rússar hefðu hafið þetta stríð með hinni ólöglegu innrás sinni í

...