Enginn veit að konan, sem reyndar er ekki til, stóð aldrei fyrir framan Kirkjufellið í raun.

Pistill

Ásdís Ásgeirsdóttir

asdis@mbl.is

Á fésbókinni birtast daglega ljósmyndir frá óumbeðnum síðum af fallegum stöðum víðs vegar um heiminn. Oft staldrar maður við og lætur sig dagdreyma um stund; mögulega einn góðan veðurdag get legið á hvítri strönd á eyju í Kyrrahafinu, farið í fjallaþorp í svissnesku Ölpunum eða hitt kengúrur í Ástralíu. Gott og blessað, þessir staðir eru allir til og gerlegt að fara þangað ef maður á fyrir því. Eða eru þessir staðir á myndunum rauverulega til?

Nýlega eru farnar að birtast, trekk í trekk, myndir af Reykjavík sem líkjast bara ekkert Reykjavík! Þar má sjá fjöll sem eru klárlega ekki Esjan, hús sem líkjast ekki íslenskum húsum og jafnvel er Hallgrímskirkja komin með tvo turna. Ljóst er að allar þessar myndir eru unnar

...