Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Tveir borgarfulltrúar, þau Kjartan Magnússon Sjálfstæðisflokki og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn, skrifuðu um fjármál borgarinnar hér í blaðið í fyrradag. Óhætt er að segja að þau hafi ólíka sýn á stöðuna nú þegar hálfsársuppgjör borgarinnar liggur fyrir.

Þórdís Lóa hampar „viðsnúningi“ þar sem reksturinn hafi verið réttum megin við núllið og skárri en á sama tíma í fyrra, en getur þess ekki, sem Kjartan gerir, að reksturinn er mun lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Verra er að hún skautar fram hjá skýringum á „viðsnúningnum“, en Kjartan nefnir í grein sinni að eins og áður skili hækkun húsnæðisverðs borginni miklum „hagnaði“ sem sé tekjufærður en verði aldrei að veruleika. Án hans „hefði samstæða Reykjavíkurborgar verið rekin með 1.253 milljóna króna tapi á tímabilinu“,

...