Íslenska sjávarútvegssýningin er elsta alþjóðlega sjávarútvegssýningin á Íslandi og er haldin í 14. sinn í ár. Sýningin var fyrst haldin árið 1984 og hefur þróast yfir í fjölbreytta vöru- og þjónustusýningu sem tekur á öllum þáttum sjávarútvegsins en sýningin er haldin í Kópavogi dagana 18.-20. september.

Sýningin í ár verður veglegri en nokkru sinni fyrr og nánast öll sjávarútvegsfyrirtæki landsins koma saman undir einu þaki og margir sýnenda hafa verið með frá upphafi. Það má því segja að Íslenska sjávarútvegssýningin sé eins konar uppskeruhátíð greinarinnar, eins og kemur fram í viðtali við Marianne Rasmussen-Coulling framkvæmdastjóra sýningarinnar á blaðsíðu 10.

Á sýningunni gefst innlendum fyrirtækjum því gott tækifæri til að sýna hverju þau hafa áorkað, hvar þau standa og blása hvert öðru kappi í brjóst.

...