„Urta hunsæl er safn þéttra, fallegra, fágaðra og grípandi ljóða,“ skrifar Peter Stein Larsen í ritdómi sínum í danska dagblaðinu Kristeligt dagblad um ljóðabókina Urtu eftir Gerði Kristnýju sem nýverið kom út í danskri þýðingu Eriks…
Gerður Kristný
Gerður Kristný

Urta hunsæl er safn þéttra, fallegra, fágaðra og grípandi ljóða,“ skrifar Peter Stein Larsen í ritdómi sínum í danska dagblaðinu Kristeligt dagblad um ljóðabókina Urtu eftir Gerði Kristnýju sem nýverið kom út í danskri þýðingu Eriks Skyum-Nielsen.

„Í verki Gerðar kemur fram sjónarhorn sem varla hefur áður sést í ljóðabók, það er að segja íslenskrar konu fyrir hundrað árum, langalangömmu skáldsins sem bjó ein með stórum barnahóp við norðurströnd Íslands,“ skrifar Larsen og gefur bókinni fimm stjörnur af sex mögulegum. „Samtímis er í lýsingum Gerðar Kristnýjar, nákvæmlega eins og hjá fyrirmynd hennar, Halldóri Laxness, en lykilverk hans Sjálfstætt fólk kom út fyrr á árinu, sérstök skynræna, ákefð og fegurð í upplifuninni af víxlverkandi tengslum náttúru og manneskjunnar í bænda- og veiðisamfélagi fyrri tíma.“