Skatturinn telur verðbæturnar vera tekjur og reiknar 22% fjármagnsskatt af verðbótunum sem verða þá 78.000 kr. í stað 100.000.
Ferdinand Hansen
Ferdinand Hansen

Ferdinand Hansen

Það er ýmislegt sem ég hef ekki skilið til fulls í gegnum árin. Eitt af því sem ég get ekki skilið þrátt fyrir góðan vilja er að ríkið skuli taka skatt af verðbótum. Þetta skilningsleysi mitt er bakkað upp af ágætri og einfaldri útskýringu Íslandsbanka á verðtryggingu sem finna má undir heimasíðu bankans á slóðinni https://www.youtube.com/watch?v=UDhPYa00AAI.

Textinn er eftirfarandi:

„Ef ég lána öðrum peningana mína, hvernig get ég verið viss um að þeim sé skilað til baka í sama ástandi og ég lánaði þá? Út á það gengur verðtrygging. Guðrún og Bjarni fara saman út í ísbúð, fá sér bæði ís sem kostar 500 kr., en Guðrún segist ætla að borga í þetta skipti. Þú borgar bara næst segir hún við Bjarna. Í næsta ísbíltúr er hins vegar komið babb í bátinn. Ísinn kostar nefnilega ekki lengur

...