Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson

Aðalmeðferð í máli Al­berts Guðmunds­son­ar knatt­spyrnu­manns lauk í gær og er málið dóm­tekið. Þetta staðfestu Arnþrúður Þór­ar­ins­dótt­ir sak­sókn­ari og Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son lög­fræðing­ur Al­berts í sam­tali við mbl.is í gær. Dóm­ari hef­ur fjór­ar vik­ur til að kveða upp dóm í mál­inu. Þing­hald fór fram fyr­ir luktum dyr­um til að verja friðhelgi brotaþola. Arnþrúður gat ekki gefið upp hversu þunga refs­ingu ákæru­valdið fer fram á. Al­bert er ákærður fyr­ir að hafa nauðgað konu á þrítugs­aldri á síðasta ári.