Danska listakonan Anni Bloch verður með leiðsögn um sumarsýningu Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á morgun, sunnudag, kl. 15 sem jafnframt er síðasti sýningardagurinn. Á sýningunni, sem nefnist Þræðir og þrívíð form, má sjá þrívíð textílverk Anni…
Anni Bloch
Anni Bloch

Danska listakonan Anni Bloch verður með leiðsögn um sumarsýningu Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á morgun, sunnudag, kl. 15 sem jafnframt er síðasti sýningardagurinn. Á sýningunni, sem nefnist Þræðir og þrívíð form, má sjá þrívíð textílverk Anni Bloch ásamt völdum skúlptúrum eftir Sigurjón Ólafsson. „Verk þessara listamanna eru ólík að útliti, en Anni og Sigurjón eiga það sameiginlegt að hafa skapað óhefðbundin listaverk með gömlu hefðbundnu handverki,“ segir í tilkynningu.