Það var eins og veggur hefði brotnað utan af mér. Nú var komið eitthvert nafn yfir þetta. Þetta var ekki ég, þetta var ekki heimska eða leti, heldur líkamlegt ástand.
„Ef þú þekkir mig ekki virðist ég ekki vera blind,“ segir Dagbjört, sem er aðeins með 4% sjón.
„Ef þú þekkir mig ekki virðist ég ekki vera blind,“ segir Dagbjört, sem er aðeins með 4% sjón. — Morgunblaðið/Ásdís

Ískalt rokið beið okkar Dagbjartar þar sem við hittumst úti á Granda í vikunni. Við mættumst þar á horni einu og fukum nánast saman upp götuna þar til við fundum kaffihús þar sem var skjól fyrir veðri og vindum.

Dagbjört notar hvíta stafinn og gengur óhrædd um götur og torg. Í raun fær maður á tilfinninguna að hún sjái meir en hún gerir í raun, því hún hefur að sjálfsögðu lært að komast leiðar sinnar í gegnum lífið með CVI (e. cerebral visual impairment), eða heilatengda sjónskerðingu. Og hún lætur ekkert stoppa sig.

Þegar komið er inn í hlýjuna pantar Dagbjört sér heitt kakó og blaðamaður fylgir fordæmi hennar, enda smá hrollur í okkur. Yfir kakóinu segir Dagbjört hispurslaust frá lífi sínu með sjónskerðingu sem var fyrst greind fyrir sjö árum, en talið er að hún sé með 4%

...