Bókina tileinkar hún formóður sinni – langalangömmu – Guðrúnu Þórðardóttur ljósmóður í Súgandafirði og einnig öðrum íslenskum ljósmæðrum.
Stór fjölskylda Kristján Albertsson og Guðrún Þórðardóttir á Suðureyri og börn þeirra.
Stór fjölskylda Kristján Albertsson og Guðrún Þórðardóttir á Suðureyri og börn þeirra.

Ásmundur Ólafsson

Ung kona í Ástralíu, Elin de Ruyter, sem á ættir sínar að rekja til Íslands, gaf í fyrra út skáldsögu á ensku sem ber nafnið „Mother of Light“ (Ljósmóðir). Bókina tileinkar hún formóður sinni – langalangömmu – Guðrúnu Þórðardóttur, ljósmóður í Súgandafirði, og einnig öðrum íslenskum ljósmæðrum, en sannar reynslusögur starfa þeirra vítt og breitt um landið veittu henni innblástur að samningu þessarar bókar.

Guðrún Þórðardóttir fæddist að Botni í Suðureyrarhreppi í Vestur-Ísafjarðarsýslu árið 1860, en hún lést hjá dóttur sinni Helgu Soffíu og tengdasyni að Garði í Skildinganesi í Reykjavík árið 1934. Guðrún lauk ljósmæðraprófi eftir þriggja mánaða nám hjá Þorvaldi lækni Jónssyni á Ísafirði í mars 1880. Hún starfaði sem ljósmóðir í Suðureyrarumdæmi frá 1880 til 1908, eða um 28 ára

...