Höfundurinn Austurríski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Joseph Roth.
Höfundurinn Austurríski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Joseph Roth.

Á austurríska þinginu sátu fulltrúar ólíkra þjóða og voru uppteknir af því að berjast fyrir réttindum þeirra og frelsi, sem hefðu verið algerlega sjálfsögð ef þau hefðu verið látin í té. Austurríska þingið var uppbót fyrir vígvelli þessara þjóða. Ef Tékkum var lofað byggingu nýs skóla fannst Þjóðverjum í Bæheimi þeir vera sniðgengnir. Og ef Pólverjar í Austur-Galisíu fengu landstjóra sem mælti á pólsku var búið að móðga Rútena. Allar austurrísku þjóðirnar gerðu tilkall til „jarðarinnar“ sem þeim tilheyrði. Aðeins gyðingar gátu ekki gert tilkall til eigin lands („jarðnæði“ er notað í þessu tilviki). Í Galisíu voru þeir í meirihluta sínum hvorki Pólverjar né Rútenar. En antisemítisminn ríkti bæði hjá Þjóðverjum og Tékkum, hjá Pólverjum og Rútenum, hjá Ungverjum og Rúmenum í Transylvaníu. Gyðingar afsönnuðu málsháttinn sem segir að sá þriðji njóti góðs af er tveir deila. Gyðingar voru sá þriðji sem ávallt beið lægri

...