Í uppfærða samgöngusáttmálanum á nú að búa til borg þar sem bílar og birturíkt húsnæði með garði og bílastæði verða sérstök munaðarvara.
Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir
Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir

Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir

Það er orðræða vinstrimanna að svokallað bílamiðað skipulag sjálfstæðismanna hafi eyðilagt borgina og pínt fólk til bílaeignar. Bílar voru sannarlega ekki á allra færi frekar en húsnæði þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við borginni 1930 en það breyttist með einarðri stefnu sjálfstæðismanna um bætt lífskjör. Með séreignarstefnunni skyldu allir eiga kost á björtu og rúmgóðu húsnæði og sólríkum garði, með grænu bylgjunni var fest í skipulagið að hver híbýli hefðu almenningsgarð og náttúruna handan við hornið. Við lögðum vegi sem efldi strætó og bætti hreyfanleika fólks sem styrkti rekstrargrundvöll fyrirtækja sem jók verðmætasköpun og atvinnu. Þessi samlegðaráhrif eru vinstrimönnum óskiljanleg. Í uppfærða samgöngusáttmálanum á nú að búa til borg þar sem bílar og birturíkt húsnæði með garði og bílastæði verða sérstök munaðarvara. Þetta er afturhvarf til fortíðar.

...