Sjónvarpsþáttaröðin Shogun hlaut 18 Emmy-verðlaun um helgina, þeirra á meðal sem besta dramaþáttaröðin og um leið sú fyrsta á öðru máli en ensku til að hljóta þau verðlaun. Þá voru tveir af aðalleikurum þáttanna verðlaunaðir, þau Hiroyuki Sanada og…
Shogun Tveir af aðalleikurum þáttanna, Anna Sawai og Hiroyuki Sanada
Shogun Tveir af aðalleikurum þáttanna, Anna Sawai og Hiroyuki Sanada — AFP/Robyn Beck

Sjónvarpsþáttaröðin Shogun hlaut 18 Emmy-verðlaun um helgina, þeirra á meðal sem besta dramaþáttaröðin og um leið sú fyrsta á öðru máli en ensku til að hljóta þau verðlaun. Þá voru tveir af aðalleikurum þáttanna verðlaunaðir, þau Hiroyuki Sanada og Anna Sawai, og urðu þar með fyrstu japönsku leikararnir til að hljóta verðlaunin. Bættust verðlaunin við þann fjölda sem þættirnir höfðu fengið rúmri viku áður, 14 alls á Creative Arts Emmy-verðlaununum. Í frétt á vef The Hollywood Reporter segir að þessi sigurganga þáttanna sé söguleg og þá ekki síst fyrir streymisveiturnar FX og Disney, systurfyrirtæki FX.

Jodie Foster hlaut sín fyrstu Emmy-verðlaun, sem besta leikkona stuttrar þáttaraðar, True Detective, og þakkaði sérstaklega eiginkonu sinni og börnum fyrir stuðning við sig og frumbyggjum norðurhluta Alaska. Þá þakkaði hún íslenska tökuliðinu á íslensku með orðunum „takk fyrir“.