Misjafnt hljóð var í forsvarsmönnum þriggja baðlóna á landsbyggðinni, sem ViðskiptaMogginn ræddi við á dögunum um aðsóknina í sumar. Jónas Friðrik Hjartarson, framkvæmdastjóri baðlónsins Kraumu skammt frá Reykholti, segir að sumarið hafi verið erfitt þrátt fyrir að árið hafi byrjað vel
Ferðaþjónustan Forsvarsmenn þriggja baðlóna á landsbyggðinni bera sumrinu misvel söguna.
Ferðaþjónustan Forsvarsmenn þriggja baðlóna á landsbyggðinni bera sumrinu misvel söguna. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Arinbjörn Rögnvaldsson

arir@mbl.is

Misjafnt hljóð var í forsvarsmönnum þriggja baðlóna á landsbyggðinni, sem ViðskiptaMogginn ræddi við á dögunum um aðsóknina í sumar. Jónas Friðrik Hjartarson, framkvæmdastjóri baðlónsins Kraumu skammt frá Reykholti, segir að sumarið hafi verið erfitt þrátt fyrir að árið hafi byrjað vel.

„Sumarið var þungt en fyrstu þrír mánuðir ársins voru frábærir. Baðgestum fækkaði svo frá apríl og fram í ágúst. Engu að síður þegar á heildina er litið voru fyrstu átta mánuðir ársins á pari við árið í fyrra. En það var fækkun um vor- og sumarmánuðina sem alla jafna eru það tímabil sem á að vera mest að gera,“ segir Jónas í samtali við ViðskiptaMoggann.

Færri ferðamenn

Aðspurður telur hann að heimsóknum

...