Flóttamenn mál næstu kosninga

Í mörg ár hafa borist fréttir, og þær oft ógóðar, um að fjöldi báta láti úr vör frá frönsku landi, því að glæpaklíkur hafi selt flóttafólki far fyrir síðasta aurinn, til að komast yfir til Bretlands. Of oft eru þetta ótryggar skektur, eða varla haffærir bátar, sem fólki er troðið í og oft með smábörn. Þessi starfsemi er iðulega handan við öll lögleg mörk, og er sama á hvaða þætti er horft. Þarna er á ferðinni fólk frá fjarlægum löndum sem býður hættunum birginn, við leit að betri lífskjörum. Mörg börn farast, stundum vikulega, í þessum ógöngum sem skiljanlegir draumar foreldra hafa leitt þau í, og oft eru þeir draumar byggðir á blekkingum.

Umhugsunarefnin vakna oft vegna slíkra atburða, dögum, mánuðum eða árum síðar. Hver ber ábyrgð á að allt þetta fólk sé platað í háskaför? Jú, við höfum heyrt um erfiðleika og spillingu í heimalandinu. En ætla mætti að þegar þetta fólk hefur komist til ESB

...