„Þetta er röð atburða sem hafa verið að koma upp hjá okkur. Maður veltir því fyrir sér hvað sé að gerast,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. „Málin eru að sumu leyti ólík, það er hverjir eiga í hlut

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

„Þetta er röð atburða sem hafa verið að koma upp hjá okkur. Maður veltir því fyrir sér hvað sé að gerast,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. „Málin eru að sumu leyti ólík, það er hverjir eiga í hlut. Við erum að horfa á föður og dóttur og svo unglinga. Þetta eru mál sem eru ekki alveg af sama meiði en þau raðast svona saman einhvern veginn,“ segir Helgi. Faðir stúlku er í haldi lögreglu grunaður um að hafa banað dóttur sinni. Maðurinn var handtekinn við Krýsuvíkurveg á sunnudagskvöld eftir að hafa sjálfur kallað lögreglu til. Stúlkan fannst látin á vettvangi.

Manndrápsmál á Íslandi eru 39 talsins á 15 ára tímabili frá árinu 2010 eða um 2,6 að meðaltali á ári. Ef síðustu tvö ár eru tekin út fyrir sviga eru

...