Strætó keyrir langt fram úr áætlunum og á sama tíma á að bæta við borgarlínu

Minnisblað sem lagt var fyrir borgarráð á dögunum segir sitt um áætlanagerð vegna almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Minnisblaðið er frá sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar og fjallar um erindi Strætó sem óskað hefur eftir auknu rekstrarframlagi vegna hækkunar kostnaðar við aðkeyptan akstur.

Samningar við verktaka runnu út um miðjan ágúst og ný tilboð voru hærri en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir. Og þar er ekki verið að ræða um litlar fjárhæðir. Strætó óskar eftir 188 milljónum króna af eigendum sínum, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, til að leysa bráðavanda nú. Á ársgrundvelli verður kostnaðaraukinn svo hálfur milljarður króna.

Rétt er að ítreka að þetta snýr aðeins að núverandi strætisvagnakerfi, en fram undan eru áform um enn stærra kerfi til viðbótar við núverandi kerfi,

...