Rétt fyrir klukkan 23 að kvöldi sunnudags mætti sjö til átta manna hópur, sem samanstóð af lögreglumönnum og starfsmönnum hins opinbera ásamt túlki, í Rjóðrið, hjúkrunar- og endurhæfingardeild Landspítala fyrir langveik fötluð börn, til að sækja Yazan Tamimi, 11 ára palestínskan dreng
Mótmæli Hópur safnaðist saman á Keflavíkurflugvelli að kvöldi sunnudags til þess að mótmæla brottvísun palestínska drengsins Yazans Tamimis.
Mótmæli Hópur safnaðist saman á Keflavíkurflugvelli að kvöldi sunnudags til þess að mótmæla brottvísun palestínska drengsins Yazans Tamimis.

Elínborg Una Einarsdóttir

elinborg@mbl.is

Rétt fyrir klukkan 23 að kvöldi sunnudags mætti sjö til átta manna hópur, sem samanstóð af lögreglumönnum og starfsmönnum hins opinbera ásamt túlki, í Rjóðrið, hjúkrunar- og endurhæfingardeild Landspítala fyrir langveik fötluð börn, til að sækja Yazan Tamimi, 11 ára palestínskan dreng.

Til stóð að flytja Yazan og fjölskyldu hans úr landi í gærmorgun en Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn duchenne og hefur brottvísun hans verið mótmælt

...