„Það er í sjálfu sér ekkert að frétta af þessu máli núna og við höfum ekki tilkynnt framleiðanda tjónið,“ sagði Vilhelm R. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Bus Travel Iceland, í samtali við mbl.is í gær um atvik…
Rútan Þótti mikil mildi að ekki fór verr þegar bruninn kom upp.
Rútan Þótti mikil mildi að ekki fór verr þegar bruninn kom upp. — Ljósmynd/Malín Brand

„Það er í sjálfu sér ekkert að frétta af þessu máli núna og við höfum ekki tilkynnt framleiðanda tjónið,“ sagði Vilhelm R. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Bus Travel Iceland, í samtali við mbl.is í gær um atvik í Tungudal í Skutulsfirði vestur á fjörðum á föstudaginn þegar eldur kom upp í langferðabifreið sem á skömmum tíma varð alelda.

Sagði Vilhelm að hár hvellur hefði borist frá vélarrúmi bifreiðarinnar skömmu áður en eldurinn kom upp, sem benti til þess að olíuleki hefði komið upp í vélinni. „Einni eða tveimur mínútum seinna stoppaði bíllinn sjálfur og þurfti að rýma hann. Farþegi aftast kallaði þá upp að eldur væri kviknaður og þá fóru allir út,“ sagði Vilhelm enn fremur.

Munaði litlu að bifreiðin hefði verið inni í Vestfjarðagöngunum þegar hún varð óökufær og þótti mildi að svo var

...